• Fagfólk

Sara Linneth

Updated: Jan 25

"Ég fór í vettfangsnám á vegum HÍ á Laugaland árið 2019.

Ég vissi í rauninni ekki mikið um starfið en markhópurinn var ástæðan fyrir að ég valdi að fara þangað. Ég lærði ótrúlega margt á þeim tíma sem ég eyddi þarna.

Ég upplifði mikla reynslu og fagþekkingu starfsfólk í starfi og það sem mér fannst allra mikilvægast var hversu jákvæð og uppbyggileg samskipti voru á milli starfsfólks og skjólstæðinga.

Samskiptin byggðust á trausti og mikil áhersla lögð á að stelpurnar séu þarna fyrir sjálfa sig og þeirra bati sé í þeirra höndum.

Eftir þessa reynslu sá ég enn frekar hversu nauðsynlegur vettvangur þetta er í íslensku samfélagi.

Það verður að vera til staður eins og Laugaland sem hefur áralanga reynslu í málefnum unglingsstelpna sem eiga við hegðunar- og fíknivanda að stríða.

Það verður að vera til vettvangur sem grípur þennan hóp og hjálpar þeim að stíga skrefið í átt til betra lífs.

Ég þekki til og hef séð að Laugaland hefur lagt ótrúlega góðann grunn af betra lífi fyrir ótal margar stelpur sem hafa verið á Laugalandi.

Það eitt og sér ætti að vera nógu góð ástæða til þess að loka aldrei heimili sem þessu. "

105 views

Related Posts

See All

Fyrrverandi starfsmaður Laugalands

Ég starfaði á Laugalandi í fimm ár. Á þeim árum komu stúlkur og fóru. Þær voru stundum ósáttar að þurfa að innskrifast en þær voru nær undantekningarlaust sorgmæddar þegar þær fóru, voru útskrifaðar.

 

Frásagnir einstaklinga hvernig meðferðarheimilið á Laugalandi bjargaði þeim