• Aðstandandi

Móðir skjólstæðings

Updated: Jan 25

"Dóttir mín kom á Laugaland fyrir 10 árum síðan.

Hún var þá 14 ára og hafði verið meira en ár í alvarlegri eiturlyfjaneyslu og stjórnlausri áhættuhegðun. Laugaland var ekki fyrsta úrræðið sem hafði verið reynt: MST, Vogur, Stuðlar, lokuð deild Stuðla, MST aftur...

Laugaland reyndist vera síðasta úrræðið sem þurfti. Árangurinn sem náðist á Laugalandi, nánast frá fyrsta degi, var svo mikill að það var kraftaverki líkast og ég er nokkuð viss um að ég hafi notað orðið kraftaverk oft á þessum tíma.

Þegar frá leið sá ég þó að þarna var ekkert yfirnáttúrulegt að verki heldur samanlögð áratugareynsla starfsfólks Laugalands og kærleikur þeirra gagnvart skjólstæðingum heimilisins sem á allan heiðurinn. Þessi reynsla og kærleikur eru enn til staðar á Laugalandi.

Þörfin fyrir Laugaland er enn til staðar í þjóðfélaginu.

Það má ekki loka Laugalandi, sérstaklega þegar ekkert annað er í boði til að taka við þeim sem þurfa þessa aðstoð, þetta kraftaverk."

63 views

Related Posts

See All

Móðir og faðir

Dóttir okkar var á Laugalandi árin 2011 og 2012. Hún var búin að vera í vanda, sem skapaði úrræðaleysi hjá okkur fjölskyldunni. Við urðum þess aðnjótandi með aðstoð barnaverndar að fá pláss fyrir dótt

Móðir

“Við fjölskyldan verðum ævinlega þakklát Laugalandi og fólkinu þar. Þegar ég gat ekki meir og var ekki fær um að hjálpa barninu mínu var það Laugaland sem greip okkur. Ég stend með ykkur og mótmæli lo

 

Frásagnir einstaklinga hvernig meðferðarheimilið á Laugalandi bjargaði þeim