• Aðstandandi

Móðir og faðir

Dóttir okkar var á Laugalandi árin 2011 og 2012. Hún var búin að vera í vanda, sem skapaði úrræðaleysi hjá okkur fjölskyldunni. Við urðum þess aðnjótandi með aðstoð barnaverndar að fá pláss fyrir dóttur okkar á Laugalandi.

Þar fékk hún það úrræði sem hún þarfnaðist. Hún, ásamt okkur á heimilinu, þurftum ákveðið rými til að komast út úr þvi mynstri sem hafði skapast. Við höfum oft átt það samtal - eftir á - hversu dýrmætt það var fyrir okkur öll að fá þessa hjálp - því við hefðum ekki náð að sameinast með eðlilegum hætti ef við hefðum ekki fengið þennan kærkoma stuðning. Það sem var einstakt við þetta úrræði var að þarna voru eingöngu stúlkur og einnig fjarlægðin.

Að lokum hefði ég ekki boðið í okkur, sem fjölskyldu og eða samfélaginu í heild ef þessi stuðningur við okkur hefði ekki orðið að veruleika. Við erum og verðum ævinlega þakklátt fyrir barnavernd og stúlknameðferðarheimilið á Laugalandi í Eyjafirði.

217 views

Related Posts

See All

Móðir skjólstæðings

"Dóttir mín kom á Laugaland fyrir 10 árum síðan. Hún var þá 14 ára og hafði verið meira en ár í alvarlegri eiturlyfjaneyslu og stjórnlausri áhættuhegðun. Laugaland var ekki fyrsta úrræðið sem hafði v

Móðir

“Við fjölskyldan verðum ævinlega þakklát Laugalandi og fólkinu þar. Þegar ég gat ekki meir og var ekki fær um að hjálpa barninu mínu var það Laugaland sem greip okkur. Ég stend með ykkur og mótmæli lo

 

Frásagnir einstaklinga hvernig meðferðarheimilið á Laugalandi bjargaði þeim

© 2021 Laugaland bjargaði mér.

 Ljósmyndir og vefhönnun Sara Helena Bjarnad Blöndal

Tökum við frásögnum á

laugalandbjargadimer@gmail.com