• Skjólstæðingur

Hrefna, 25 ára

Ég kom á Laugaland 17 ára. Ég er virkilega þakklát fyrir tímann þar. Starfsfólkið er frábært og það var annaðhvort að gera eitthvað fyrir okkur, með okkur eða grínast í okkur. Þarna er heilbrigð rútína og ég fékk fullt af góðum tækifærum í hendurnar með því að vera þar. Meðal annars að stunda áhugamálin mín, vera í námi og góðu og heilbrigðu umhverfi. Þarna var ég í tæplega ár og þótt ég hafi ekki orðið edrú strax þá fékk heilinn minn og taugakerfi tækifæri að þroskast og hvíla sig á þessum viðkvæma aldri og ég var örugg og lærði margt sem ég nýti mér í dag. Fjölskyldan mín fékk hvíld frá áhyggjum af mér. Hver veit hvar ég væri í dag hefði ég ekki verið þarna þetta ár. Það er ömurlegt að heyra að fleiri fái ekki að njóta. Vona innilega að Laugaland fái að halda áfram að hjálpa stúlkum.

60 views

Related Posts

See All

Ljósbrá 21 árs

"Þegar ég var 17 ára og búin að flakka til og frá í liggur við öll úrræði sem ég gat mögulega farið í var ákveðið að ég færi á Laugaland. Ég var alveg tjúlluð þegar ég fékk fréttirnar og ætlaði alls e

Auður 26 ára

"Ég kom inn á Laugaland 16 ára vegna andlega veikinda. Það vissi enginn nákvæmlega hvert hægt væri að setja mig en sem betur fer var geðlæknirinn minn og foreldrar mínir sammála um að berjast fyrir þv

Esther 26 ára

"Ég var 17 ára þegar ég fór á Laugaland. Þetta er eina meðferðarheimilið sem ég hef farið á sem hefur í alvörunni hjálpað mér. Laugaland er sá staður sem bjargaði bæði lífi mínu og geðheilsu. Ég gekk

 

Frásagnir einstaklinga hvernig meðferðarheimilið á Laugalandi bjargaði þeim

© 2021 Laugaland bjargaði mér.

 Ljósmyndir og vefhönnun Sara Helena Bjarnad Blöndal

Tökum við frásögnum á

laugalandbjargadimer@gmail.com