• Skjólstæðingur

"Markmið mitt frá 12 ára aldri var að deyja fyrir 18 ára afmælið mitt." 

"Ég byrjaði mjög ung að drekka og nota fíkniefni. Engin úrræði dugðu fyrir mig, sama hvert ég fór náði enginn til mín, þá truflaði það mig að vera í meðferðum með strákum og/eða á Höfuðborgarsvæðinu.

Það var ekki fyrr en ég var send á Laugaland að ég fékk viðeigandi aðstoð og úrræði sem var sérsniðið fyrir mig.

Þar fann ég fyrir öryggi. Starfsfólkið hjálpaði mér að sjá loksins framtíð. Ég er þakklát fyrir að hafa farið á Laugaland. Þau kenndu mér að lifa og gáfu mér þá hjálp sem ég þurfti.

Ég fékk hjálp frá þeim fyrir 10 árum og er í dag menntuð og með bílpróf, án þeirra tóla sem ég fékk frá þeim væri ég ekki hér í dag."

20 views
  • Fagfólk

"Ég fór í vettfangsnám á vegum HÍ á Laugaland árið 2019.

Ég vissi í rauninni ekki mikið um starfið en markhópurinn var ástæðan fyrir að ég valdi að fara þangað. Ég lærði ótrúlega margt á þeim tíma sem ég eyddi þarna.

Ég upplifði mikla reynslu og fagþekkingu starfsfólk í starfi og það sem mér fannst allra mikilvægast var hversu jákvæð og uppbyggileg samskipti voru á milli starfsfólks og skjólstæðinga.

Samskiptin byggðust á trausti og mikil áhersla lögð á að stelpurnar séu þarna fyrir sjálfa sig og þeirra bati sé í þeirra höndum.

Eftir þessa reynslu sá ég enn frekar hversu nauðsynlegur vettvangur þetta er í íslensku samfélagi.

Það verður að vera til staður eins og Laugaland sem hefur áralanga reynslu í málefnum unglingsstelpna sem eiga við hegðunar- og fíknivanda að stríða.

Það verður að vera til vettvangur sem grípur þennan hóp og hjálpar þeim að stíga skrefið í átt til betra lífs.

Ég þekki til og hef séð að Laugaland hefur lagt ótrúlega góðann grunn af betra lífi fyrir ótal margar stelpur sem hafa verið á Laugalandi.

Það eitt og sér ætti að vera nógu góð ástæða til þess að loka aldrei heimili sem þessu. "

105 views
  • Aðstandandi

“Við fjölskyldan verðum ævinlega þakklát Laugalandi og fólkinu þar. Þegar ég gat ekki meir og var ekki fær um að hjálpa barninu mínu var það Laugaland sem greip okkur.

Ég stend með ykkur og mótmæli lokun þessa haldreipis fyrir ungar stúlkur!"

107 views

Frásagnir einstaklinga hvernig meðferðarheimilið á Laugalandi bjargaði þeim

© 2021 Laugaland bjargaði mér.

 Ljósmyndir og vefhönnun Sara Helena Bjarnad Blöndal

Tökum við frásögnum á

laugalandbjargadimer@gmail.com