• Skjólstæðingur

"Ég fór á Laugaland 17 ára.

Ég var búin að fara á alla aðra meðferðastaði í boði fyrir unglinga.

Á Laugalandi náði ég loksins að breyta til í lífi mínu og kynnast edrú lífi.

Ég lærði allt sem ég þurfti til að geta hafið nýtt líf og er það vegna starfsmannanna þar og þessum stað að þakka að að ég er hér enn í dag."

105 views
  • Skjólstæðingur

"Ég innskrifaðist á Laugaland þegar ég var 15 ára og var þar í 14 mánuði.

Ég var í neyslu sem unglingur og ef ég hefði haldið áfram hefði ég líklega dáið.

Tíminn sem ég átti á Laugalandi setti tóninn fyrir mitt líf.

Ég lærði að taka ábyrgð á sjálfri mér og mínum gjörðum.

Ég tileinkaði mér góða lífshætti og ég get sagt að ég væri ekki sú góða manneskja, móðir og maki í dag ef það væri ekki fyrir frábæra starfsfólkið og Pétur Brodda."

83 views
  • Aðstandandi

"Dóttir mín kom á Laugaland fyrir 10 árum síðan.

Hún var þá 14 ára og hafði verið meira en ár í alvarlegri eiturlyfjaneyslu og stjórnlausri áhættuhegðun. Laugaland var ekki fyrsta úrræðið sem hafði verið reynt: MST, Vogur, Stuðlar, lokuð deild Stuðla, MST aftur...

Laugaland reyndist vera síðasta úrræðið sem þurfti. Árangurinn sem náðist á Laugalandi, nánast frá fyrsta degi, var svo mikill að það var kraftaverki líkast og ég er nokkuð viss um að ég hafi notað orðið kraftaverk oft á þessum tíma.

Þegar frá leið sá ég þó að þarna var ekkert yfirnáttúrulegt að verki heldur samanlögð áratugareynsla starfsfólks Laugalands og kærleikur þeirra gagnvart skjólstæðingum heimilisins sem á allan heiðurinn. Þessi reynsla og kærleikur eru enn til staðar á Laugalandi.

Þörfin fyrir Laugaland er enn til staðar í þjóðfélaginu.

Það má ekki loka Laugalandi, sérstaklega þegar ekkert annað er í boði til að taka við þeim sem þurfa þessa aðstoð, þetta kraftaverk."

63 views

Frásagnir einstaklinga hvernig meðferðarheimilið á Laugalandi bjargaði þeim

© 2021 Laugaland bjargaði mér.

 Ljósmyndir og vefhönnun Sara Helena Bjarnad Blöndal

Tökum við frásögnum á

laugalandbjargadimer@gmail.com