• Skjólstæðingur

Ég kom á Laugaland 17 ára. Ég er virkilega þakklát fyrir tímann þar. Starfsfólkið er frábært og það var annaðhvort að gera eitthvað fyrir okkur, með okkur eða grínast í okkur. Þarna er heilbrigð rútína og ég fékk fullt af góðum tækifærum í hendurnar með því að vera þar. Meðal annars að stunda áhugamálin mín, vera í námi og góðu og heilbrigðu umhverfi. Þarna var ég í tæplega ár og þótt ég hafi ekki orðið edrú strax þá fékk heilinn minn og taugakerfi tækifæri að þroskast og hvíla sig á þessum viðkvæma aldri og ég var örugg og lærði margt sem ég nýti mér í dag. Fjölskyldan mín fékk hvíld frá áhyggjum af mér. Hver veit hvar ég væri í dag hefði ég ekki verið þarna þetta ár. Það er ömurlegt að heyra að fleiri fái ekki að njóta. Vona innilega að Laugaland fái að halda áfram að hjálpa stúlkum.

65 views
  • Aðstandandi

Dóttir okkar var á Laugalandi árin 2011 og 2012. Hún var búin að vera í vanda, sem skapaði úrræðaleysi hjá okkur fjölskyldunni. Við urðum þess aðnjótandi með aðstoð barnaverndar að fá pláss fyrir dóttur okkar á Laugalandi.

Þar fékk hún það úrræði sem hún þarfnaðist. Hún, ásamt okkur á heimilinu, þurftum ákveðið rými til að komast út úr þvi mynstri sem hafði skapast. Við höfum oft átt það samtal - eftir á - hversu dýrmætt það var fyrir okkur öll að fá þessa hjálp - því við hefðum ekki náð að sameinast með eðlilegum hætti ef við hefðum ekki fengið þennan kærkoma stuðning. Það sem var einstakt við þetta úrræði var að þarna voru eingöngu stúlkur og einnig fjarlægðin.

Að lokum hefði ég ekki boðið í okkur, sem fjölskyldu og eða samfélaginu í heild ef þessi stuðningur við okkur hefði ekki orðið að veruleika. Við erum og verðum ævinlega þakklátt fyrir barnavernd og stúlknameðferðarheimilið á Laugalandi í Eyjafirði.

218 views
  • Fagfólk

Ég starfaði á Laugalandi í fimm ár. Á þeim árum komu stúlkur og fóru.

Þær voru stundum ósáttar að þurfa að innskrifast en þær voru nær undantekningarlaust sorgmæddar þegar þær fóru, voru útskrifaðar. Það segir ansi margt.

Ástæðan var sú að starfið var unnið af hugsjón og haft að leiðarljósi að búa þeim heimili á meðan á dvölinni stóð.

Þetta er starfsemi sem má ekki hætta. Hún bjargar mannslífum.

40 views

Frásagnir einstaklinga hvernig meðferðarheimilið á Laugalandi bjargaði þeim