_1019359.JPG

Við,fyrrum skjólstæðingar á Laugalandi og aðstandendur þeirra gagnrýnum harðlega ákvörðun Barnaverndarstofu um að loka meðferðarheimilinu að Laugalandi.

Góð meðferðarheimili á Íslandi eru veigamikil í lífi barna með fjölþættan vanda.

Lokun þessa heimilis getur svipt börnum tækifæri til þess að vinna úr sínum sínum málum og koma lífi sínu í réttar skorður.

 • Sylvía 25 ára

  Skjólstæðingur

  "Markmið mitt frá 12 ára aldri var að deyja fyrir 18 ára afmælið mitt

  Ég byrjaði mjög ung að drekka og nota fíkniefni.

  Engin úrræðu dugðu fyrir mig, sama hvert ég fór náði enginn til mín, þá truflaði það mig að vera í meðferðum með strákum og/eða á Höfuðborgarsvæðinu.

  Það var ekki fyrr en ég var send á Laugaland að ég fékk viðeigandi aðstoð og úrræði sem var sérsniðið fyrir mig.

  Þar fann ég fyrir öryggi. Starfsfólkið hjálpaði mér að sjá loksins framtíð.

  Ég er þakklát fyrir að hafa farið á Laugaland. Þau kenndu mér að lifa og gáfu mér þá hjálp sem ég þurfti.

  Ég fékk hjálp frá þeim fyrir 10 árum og er í dag menntuð og með bílpróf, án þeirra tóla sem ég fékk frá þeim væri ég ekki hér í dag."

 • Fyrrverandi starfsmaður Laugalands

  Fagaðili

  "Ég starfaði á Laugalandi í fimm ár.  Á þeim árum komu stúlkur og fóru.

  Þær voru stundum ósáttar að þurfa að innskrifast en þær voru nær undantekningarlaust sorgmæddar þegar þær fóru, voru útskrifaðar.

  Það segir ansi margt. Ástæðan var sú að starfið var unnið af hugsjón og haft að leiðarljósi að búa þeim heimili á meðan á dvölinni stóð.

  Þetta er starfsemi sem má ekki hætta.

  Hún bjargar mannslífum. "

 • Móðir

  Aðstandandi

  "Dóttir mín kom á Laugaland fyrir 10 árum síðan.

  Hún var þá 14 ára og hafði verið meira en ár í alvarlegri eiturlyfjaneyslu og stjórnlausri áhættuhegðun.  Laugaland var ekki fyrsta úrræðið sem hafði verið reynt: MST, Vogur, Stuðlar, lokuð deild Stuðla, MST aftur...

  Laugaland reyndist vera síðasta úrræðið sem þurfti. Árangurinn sem náðist á Laugalandi, nánast frá fyrsta degi, var svo mikill að það var kraftaverki líkast og ég er nokkuð viss um að ég hafi notað orðið kraftaverk oft á þessum tíma.

  Þegar frá leið sá ég þó að þarna var ekkert yfirnáttúrulegt að verki heldur samanlögð áratugareynsla starfsfólks Laugalands og kærleikur þeirra gagnvart skjólstæðingum heimilisins sem á allan heiðurinn. Þessi reynsla og kærleikur eru enn til staðar á Laugalandi.

  Þörfin fyrir Laugaland er enn til staðar í þjóðfélaginu.

  Það má ekki loka Laugalandi, sérstaklega þegar ekkert annað er í boði til að taka við þeim sem þurfa þessa aðstoð, þetta kraftaverk."

Kynningarmyndband um starfsemi Laugalands

 

Frásagnir einstaklinga hvernig meðferðarheimilið á Laugalandi bjargaði þeim

© 2021 Laugaland bjargaði mér.

 Ljósmyndir og vefhönnun Sara Helena Bjarnad Blöndal

Tökum við frásögnum á

laugalandbjargadimer@gmail.com